Sjávarútvegur

Ég var að koma úr heimsókn frá Skinney-Þinganes hf. Þar sem var verið að sýna og kynna starfsemina fyrir bæjarfulltrúum og starfsmanni sveitarfélagsins. Það eru nokkur ár síðan ég fór síðast í heimsókn í vinnsluna og fékk leiðsögn þar í gegn. 

Mér finnst nú bara nokkur ár frá því ég vann í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal en mikið svakalega hefur margt breyst í fiskvinnslu frá þeim tíma. Frábært að sjá samspil tækni og starfsfólks og virðinguna fyrir hráefninu sem viðhöfð er í dag.

Ekki það að það hafi ekki verið á sínum tíma þegar ég 13-15 ára vann í fiski. En í minningunni hafði ég ekki vit á því að gera mér grein fyrir því hvaða verðmæti maður var með í höndunum. En margt hefur breyst síðan þá.

Sjávarútvegurinn er mjög mikilvægur okkur íslendingum og að mínu viti eigum við að fara varlega í kúvendingar í kringum hann. Eins og við höfum rekið okkur á undanfarin ár þá eru fiskistofnar og markaðir viðkvæmir. Aflabrestur og lækkað afurðarverð geta haft mikil áhrif ekki síst á rekstur minni fyrirtækja og útgerða.

Hér á Höfn er Ósinn lífæðin. Leiðin í gegnum Grynnslin hefur verið okkur erfið og er búið að vera að rannsaka aðstæður þar mjög lengi. Nú þarf að fara að ráðast í aðgerðir til að tryggja það að öflugur sjávarútvegur fái að halda áfram að vaxa og dafna samfélginu til heilla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband