Heilbrigðisþjónusta

Á Landspítalinn að vera við Hringbraut eða ekki? Við höfum skiptar skoðanir á því og færa má rök fyrir hvoru tveggja. Ég tel hins vegar að eins og staðan er í dag þarf að byggja upp þjónustuna við Hringbraut og hugsa á sama tíma 30 ár fram í tímann. Hvar er best að næsta uppbygging fari fram þannig að tryggt sé að allir landsmenn hafi aðgang að þjóðarspítalanum! 

Við íslendingar sofnuðum á verðinum. Það þarf að vera í stöðurgi þróun, uppbyggingu og framtíðarplönum í heilbrigðisþjónustu líkt og öðru. Við settum allt á frost og í því felst vandi okkar í dag, það má ekki gerast aftur!

Gleymum því svo ekki að uppbygging og framtíðarhugsun þarf að vera í gangi gagnvart heilbrigðisþjónustu um allt land. Þó svo Landspítalinn sé hryggjarstykkið í þessu öllu þá þarf hann stuðning minni eininga og já, mun minni eininga. 

Sjúkrahúsin og sjúkrarýmin sem rekin eru út um allt land þurfa að vera í stakk búin til að taka við fólki frá LSH til að tryggja flæði þar í gegn. Fólk utan af landi vill frekar fá sína framhaldsmeðferð í heimabyggð nálægt sínum nánustu frekar en í höfuðborginni þó svo það fái inni á sjúkrahóteli sem að auki skapar meiri kostnað.

Heilbrigðistofnanir eru reknar með rekstarhalla sem þeim er gert að laga með hagræðingu! Það skýtur skökku við að þessar stofnanir skuli ekki fá fjármagn sem þarf til að reka sína þjónustu. Gott og vel gera þarf kröfu um hagkvæman og góða rekstur en hitt er mér ómögulegt að skilja að aukið álag í bráðaþjónustu svo sem sjúkraflutningum þurfi að greiða með fækkun stöðugilda og niðurskurði!

Á suðurlandi þar sem ég þekki best til hefur umfang ferðaþjónustu stóraukist á síðustu árum. Þessi mikli fjöldi ferðamanna hefur einnig orðið til mikillar fjölgunar slysa og því tengdu sjúkraflutninga. Kostnaður við þann málaflokk hefur stóraukist en tekjurnar ekki að sama skapi. Vegalengdir eru langar, viðbragð þarf að vera gott og öflugt en það kostar. 

Við þurfum að horfast í augu við það! Endurskoða fjármögnun til málaflokksins, setja peningana þangað sem þeirra er þörf og það er víða. Í grunninn erum við flest stolt af góðri og öflugri heilbrigðisþjónustu og verðum að láta málaflokkkinn njóta þess í fjárframlgögum og stuðningi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband