Leikskólamál!

Nú stendur til að gera skoðanakönnun um yrti ramma eða umgjörð leikskólanna á Hornafirði ens og kveður á um í málefnasamningi Sjálfstæðisflokks og 3. Framboðsins. Bæjarfulltrúar hafa lagt áherslu á að þarna sé verið að tala um ytri umgjörð en alls ekki innra starf. Erum við þá að tala um leiktæki á lóðum leikskólanna tveggja eða bílastæðin? Nei, það erum við ekki að gera, heldur snýr könnunin að því ég best veit að rekstarfyrikomulagi skólanna.

Sæmundur Helgason bæjarfulltrúi 3.Framboðsins kom inná það á síðasta bæjarstjórnarfundi og í skrifum sínum á netinu að skoðanakannanir séu skoðannamyndandi. Ekki bara það heldur eru skoðannakannanir líka leiðandi og hlutirnir eru ekki alltaf jafn einfaldir og þeir virðast við fyrstu sýn.

Því að skoðannakönnun um ytri ramma leikskólanna í þessu tilfelli rekstur, getur haft heilmikil áhrif á innra starf. Því vil ég hvetja þá sem koma til með að taka þátt í könnuninni til að huga að því hvaða áhrif svör þeirra hafa.

Ef niðurstaðan verður sú að sameina rekstur hvort sem er í einu eða tvemur húsum þá er verið að umbylta innra starfi skólanna þó könnunin sé um ytri ramma!

Þó ákvörðun um könnun hafi verið tekin þá er verkefnið enn í vinnslu. Ég vona að sjónarmið kennara á leikskólunum og í grunnskólanum sem hafa mesta reynslu af því að vinna með börnunum fái notið sín í þeirri vinnu. Við foreldrar metum hlutina að sjálfsögðu frekar út frá börnum okkar sem einstaklingum en horfum síður á heildina eins og starfsmenn gera.

Einnig erum við kjörnir fulltrúar og fræðslu- og tómstundanefnd að huga að því hvernig efla megi leikskólastigið með því að hvetja fólk til náms í leikskólafræðum og hvernig við getum lokkað til okkar fólk með þá menntun.

Á Hornafirði er gott aðgengi að leikskólum þar sem börn eiga kost á leikskóladvöl frá eins árs aldri. Leikskjólagjöld eru lág og syskinaafsláttur 50% með öðru barni en frítt fyrir það þriðja. Þó er að sjálfsögðu greitt fyrir fæði í öllum tilvikum.

Varðandi rekstarkostnað skólanna þá er 18% greitt af foreldrum í gegnum leikskólagjöld en restin af samfélaginu í heild í gegnum sveitarfélagið.

Að mínu mati er það innra starfið sem skiptir öllu máli, að börnunum líð vel og fái góða og faglega leiðsögn og kennslu í fjölbreyttu starfi á leikskólum sveitarfélagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband