Sorpmál......

Las mjög áhugaverða samantekt frá Sorpu í dag sem birt var í Morgunblaðinu á föstudaginn 16. janúar. Þar var verið að fara yfir hve miklu sorpi Sorpa hafi tekið við á síðasta ári og reiknuðu þeir út að það hefði verið 179 kg af rusli á hvern og einn íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Greinin er að mínu mati mjög skemmtileg og sýnir vel hvernig þessi mál eru að þróast.

Merkilegt þótti mér að drykkjarumbúðir fyrir 200 milljónir fóru í ruslið! En þetta voru skilagjaldsskyldar umbúðir sem fólk henti í ruslið. Umhugsunarefni það! En þumalputtareglan er sú að ef þú getur drukkið drykkinn beint úr umbúðunum er skilagjald á þeim, 14 kr per einingu. Um að gera að passa þessi verðmæti.

Sorpmál hér í Sveitarfélaginu Hornafirði hafa verið mikið í umræðunni og sitt sýnist hverjum. Þó held ég nú að þorri íbúa sé sáttur við að flokka sorp og sýna þannig umhverfisvernd í verki. Þó hefur gengið brösulega að flokka rétt! Hafa ýmsar tillögur um úrbætur verið nefndar.

Ein er sú að starfsmaður þjónustumiðstöðvar fari með ruslabílnum þegar flokkunartunnur eru tæmdar, kíkt sé í þær og ef heimilissorp sé í tunnum þá séu þær hreinlega ekki tæmdar eða tunnan fjarlægð þar sem heimilissorp spillir endurvinnslufarminum.

Einnig hefur komið upp í umræðuna að hætta með endurvinnslutunnuna og fara aftur til tíma grenndarstöðva og að skila í þjónustumiðstöð eða að íbúar hafi val um endurvinnslutunnu eða að skila í þjónustumiðstöð.

Ég er hrædd um að ef endurvinnslutunnan verði val þá muni þeim fækka sem flokka sorpið þó einhverjir muni velja að sleppa tunnunni og fara sjálfir með endurvinnsluefnið eins og var fyrir tíma tunnunar. Ég held að það sé betra að vera þolinmóð og reyna að styðja betur við íbúa í flokkuninni.

Það hefur komið til tals hjá ákveðnum hóp að opna "flokkunar leiðbeiningasíðu" á facebook. Þar sem íbúar geta spurt hvort þessar eða hinar umbúðir megi fara í tunnuna og stjórnendur síðunar eða aðrir sem þekkja til geti gefið leiðbeiningar.

Gallinn er að þó farið sé að flokka í miklu mæli út um allt land þá er misjafnt eftir sveitarfélögum hvernig framkvæmdin er þannig að ekki er hægt að hafa eina leiðbeiningasíðu fyrir landið!

En það var rætt utan dagskrár í bæjarráði um daginn að skoða tölurnar hjá okkur um urðun á heimilissorpi hvernig magnþróunin hefur verið og væri gaman að sjá það upp sett á svipaðan hátt og þau gera hjá Sorpu í mogganum!!

Gaman væri að fá skoðun ykkar sem þetta lesið á því hvernig hægt er að gera betur!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sælar, okkur líst vel á að búa til facebook síðu fyrir flokkun einfaldlega vegna þess að fólk er oft í vandræðum og margir setja " vandræðin" í ruslið en aðrir ekki.  Og annað sem mér/okkur finnst vanta stórlega í þessa umræðu er hversu tunnurnar eru sjaldan tæmdar.  þekki til à heimilum þar sem að 3 eru í heimili og þau eru í vandræðum á þriðju vikunni, við erum í vændræðum á þessu heimili þegar að vika tvö er að klárast,

Ólöf Þórhalla (IP-tala skráð) 18.1.2015 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband