Pirringur!!

Ég er svo pirruð ýfir ýmsum hlutum í dag. Ég er pirruð yfir því að læknar séu í verkfalli, ég er pirruð á því að tónlistarskólakennarar séu í verkfalli. Ég er pirruð yfir umræðunni í dag. Hver er mikilvægari en annar. Öll miðum við okkur við einhvern eða eitthvað og hvað er sanngjarnt og hvað ekki!!!

Ég er pirruð yfir því að ráðherra þurfi að skipta um bil akkúrat þegar það er verið að skera niður í stjórnarráðinu. Þó að bíllinn sé orðinn gamall þá verð ég pirruð!

Ég er pirruð yfir stöðu heilbrigðismála. Jú það þarf nýjan Landspítala, nýrri tæki og hærri laun. Jafnvel fleira fólk. En það þarf líka nýtt hjúkrunarheimili á Höfn og víðar, launin eru ekki samkeppnisfær og mönnun þyrfti að vera meiri.

Það er ömurlegt að bjóða fólki uppá að eiga heima í örfáum fermetrum með öðrum einstaklingi, jafnvel í nokkur ár. Sambýlingur fellur svo kannski frá og þá hellist yfir fólk kvíði, hver kemur í staðinn??

En ég gleðst yfir því að það rignir ekki ennþá. Yndislegt að geta litið upp og horft til fallegu fjallanna og jöklanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband