Hvað get ég gert fyrir þig, kæri kjósandi?

Sat mjög svo skemmtilegan framboðsfund í morgun í FAS þ.e. Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Þar vorum við mætt frá sjö framboðum sem bjóða fram til alþingiskosninga í Suðurkjördæmi. Ekki var fólk frá öllum listum sem tengist örugglega að einhverju leyti að ekki var flogið til okkar frá Reykjavík í morgun.

Fulltrúar framboðanna fengu 2 mínútur í framsögu og síðan var svarað spurningum úr sal. Það kom ekki á óvart að fundarmönnum liggur það sama á hjarta og okkur hinum sem eldri eru. Vangaveltur um grunnþjónustu ríkis og sveitarfélaga. Hvaða þjónusta á að vera úti um landið og hvað getum við gert til að halda í unga fólkið bæði hér á Íslandi og svo ekki síst hér á Hornafirði.

Spurningunni var líka varpað til baka til þeirra. Hvað vilt þú? Hvað get ég gert fyrir þig?

Við erum öll sammála um að til þess að við getum öll sem eitt byggt upp gott samfélag á Íslandi í heild og á hverjum og einum stað þá þurfum við að tala saman. Tjá okkur um það sem við viljum og finna leiðir til að gera þá ósk að veruleika. Kannski þróast óskin og þroskast í samtalinu, það er bara gott.

En klárlega þá eigum við samleið í að byggja upp gott og gefandi samfélag.

Takk fyrir mig Nemendafélag FAS og allir fundargestir :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband