Samgöngumál!

Framundan eru stór verkefni í samgöngumálum. Bæta þarf stofnvegi eins og þjóðveg 1 að stórum hluta, endurnýja brýr og gera göng. Þá eru ótalin öll verkefnin við héraðsvegi og í þéttbýli. Samgönguáætlun liggur nú fyrir alþingi og býður afgreiðslu. Í fyrirliggjandi áætlun hefur verið bætt við töluverðu fé en betur má ef duga skal!

Nauðsynlegt er að taka duglega á umferðaröryggismálum því eins og við höfum öll orðið vör við er mikil umferðaauking með staumi ferðamanna til landsins og á íslensk náttúra og fegurð til að trufla gesti okkar við akstur.

Þá er nauðsynlegt að bæta við áningastöðum þar sem vegfarendur geta stoppað, tekið myndir og notið náttúrunnar án þess að stofna öðrum vegfarendum í hættu.

Bent hefur verið á að vegmerkingar á Íslandi eru í algjöru skötulíki. Þá á ég ekki bara við að það vanti miðlínu á veg eða fram með veginum sjálfum heldur merkingar um næsta áfangastað, hve langt er í hann og hvaða þjónusta er þar í boði. Mörg könnumst við við merkingar í vegakerfinu erlendis þar sem vegfarandinn er minntur á með reglulegu millibili og það oft mjög þétt hvar næsta afrein, staður eða þjónusta er staðsett.

Eflaust geta verið umhverfislýti af slíkum merkingum en í ljósi umferðarþunga og þeirrar hættu sem sem er á þjóðveginum á hverjum einsta degi þá verðum við að bæta úr þessu!

Einnig vil ég benda á að á meðan unnið er að úrbótum á vegakerfinu þá dregur öflug og sýnileg löggæsla; umferðareftirlit úr slysahættu. Það vitum við öll en einhverra hluta vegna hefur sú staðreynd átt erfitt uppdráttar í fjárveitingum frá ríkinu og því verður að breyta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband