Frábærir tónleikar!

Takk fyrir mig hornfirskt söng- og tónlistarfólk! Tónleikarnir í Hafnarkirkju núna í kvöld voru alveg hreint dásamlegir. Skemmtileg blanda þar sem hver og einn kór naut sín mjög vel. Svo fannst mér frábært hve Barnakórinn og Samkórinn voru flottir saman!

Því tek ég undir með honum Gauta Árnasyni að við getum verið stolt af kórunum okkar og flottu hljóðfæraleikurunum sem léku með þeim.

Ágóði tónleikanna rann til Samfélagssjóðsins sem hefur fest sig í sessi í samfélaginu okkar og er gott að vita til þess að sjóðurinn nýtur velvildar og hægt er að styðja við þá sem á þurfa að halda.

Rúsínan í pylsuendanum er svo gjöf Hirðingjanna til Hafnarkirkju. Fjögurhundruð þúsund krónur, alveg frábært! Ég dáist að þessum flottu konum sem standa fyrir hirðingjunum og þá á hún Elísabet Einarsdóttir að öllum öðrum ólöstuðum aðdáun mína fyrir sitt óeigingjarna framlag.

Hornfirðingar hafa tekið vel á móti þessari starfsemi því ekki væri neitt að gefa nema vegna þess að við gefum og kaupum!! og með því búum við til veltu sem rennur til góðra málefna í samfélaginu :) ÆÐI!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband