Leti eða hvað?

Jæja, ég hef nú verið eitthvað löt að skrifa hér inn undanfarið! En einhvernvegin þá virðist alltaf vera nóg að gera og eitt og annað eins og bloggið verður útundan.

Bæjarstjórn fundar á óvenjulegum tíma nú í desember. Fundurinn verður á morgun laugardag 6. des vegna bilunar í tölvukerfi sveitarfélagsins. Ekki var hægt að halda fundinn sl. fimmtudag vegna þess.Mjög hvimleitt að tölvukerfið hreinlega hrinji og liggi niðri í nokkra sólarhringa. En það minnir okkur á hve háð við erum orðin tölvutækninni sem léttir okkur oft lífið en getur líka sett það á annan endann.

Á morgun verður seinni umræða um fjárhagsáætlun 2015, 3ja ára áætlun, samþykktir sveitarfélagsins, siðareglur kjörinna fulltrúa og fleira á dagskrá.

Áhugasamir geta fylgst með fundinum í Svavarssafni þar sem um opinn fund er að ræða eða á Skjávarpi þar sem fundurinn er venjulega sýndur samdægurs kl.20. Svo verður fundargerð að vanda aðgengileg á stjórnsýsluvef sveitarfélagsins.

Jólaandinn er kominn í hús, rauk inn með rokinu um síðustu helgi. Búið að baka og hnoða deig sem býður baksturs. Jólaskraut og jólaljós komin upp. En næg verkefni framundan eins og vera ber sem hafa ekkert með jól að gera.

Góðar stundir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband