Af hverju?

Yndislegt veður á Höfn í dag. Frábært til að slappa af, gera fellihýsið klárt fyrir vetrargeymslu, slappa af fá sér göngutúr og þvo þvotta :)

Skundaði út á íþróttasvæði fyrr í dag og naut mín ein á tartaninu. Enginn sem ég flæktist fyrir eða flæktist fyrir mér. Tók nokkrar teygjur eftir rusli á leiðinni þangað, það voru aðallega plastglös frá Viking sem einhverjir hafa misst á næturröltinu og eitthvað bréfarusl í bland. Allt í góðu með það, bara góð hreyfing.

En þar sem ég gekk og skokkaði til skiptis á tartanbrautinni fór ég að horfa í kringum mig og rifja upp umræðu síðustu vikna um umgengni í bænum og þó aðallega um íþróttasvæðið okkar. Þá fór ég að velta því fyrir mér af hverju það væru tyggjóklessur í tartaninu? Það er ekki gott að hlaupa með tyggjó - maður getur bitið í tunguna á sér! Varla skyrpir fólk því þá út úr sér og stígur svo á það, eða hvað? Af hverju ætli hafi verið kveikt í ruslatunnunni sem var við gámana sem hýsa geymslu og wc á svæðinu?

En það skýrir kannski hvers vegna þó nokkuð er af rusli þarna í kring! Þar sem ég var að spá í þetta og orðin nokkuð þreytt á göngu/skokkinu þá datt mér í hug að kíkja inní Báru.

Það var enginn á staðnum en eins og húsið hafi verið rýmt í miklum flýti. Föt á víð og dreif nálægt inngangnum (hef þó séð meira af fötum þar en í þetta sinn). Það mátti sjá nokkuð af smárusli sem að flóttamennirnir hafa haft í hödunum þegar húsið var rýmt og misst í flýtinum. Svo að ég fékk mér göngu og týndi upp rusl og setti í ruslatunnurnar sem eru í húsinu.

Mér til mikillar ánægju var önnur þeirra næstum full! Já til ánægju því það sýnir að það er hellingur af fólki/krökkum sem notar ruslaföturnar og vil ég hrósa þeim fyrir það :) 

Hins vegar þá hefur liðið yfir eitt ljósið við innganginn og vonandi verður það laga hið snarasta.

Mörg önnur málefni og spurningar þutu í gegnum hugann  þennan tíma en ég ætla ekki að orðlengja þennan pistil frekar nema með einni spurningu til þín lesandi góður.

Af hverju göngum VIÐ ekki betur um en raun ber vitni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband