25.6.2014 | 19:24
Í dag var glaumur og gaman!
Fengum frábæra heimsókn á hjúkrunar- og sjúkradeild HSSA í dag þegar þau Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Tómas Jónsson komu til okkar með prógramið sitt "Nú verður glaumur og gaman" en þau ferðast á öll dvalar- og hjúkrunarheimili landsins með tónlistarprógram.
Það var mikil gleði sem skein úr andlitum heimilisfólks og þátttaka þeirra í söngi og svo í heljarinar hljómsveit var hreint út sagt frábær! Í lok prógramsins þá fengu allir sem vildu taka þátt hljóðfæri; hristu, trommu, kúabjöllu eða eitthvað annað og tóku þátt í tónlistarflutningnum.
Svo tók tónlistarmaður deildarinnar auðvitað smá djamm með þeim. Þau buðu honum að taka fram harmonikkuna og hann spilaði nokkur lög með þeim sem var alveg stórskemmtilegt líka :)
Umhverfis- og skipulagsnefnd kom svo saman í dag á upphafsfund. Þar sem farið var yfir verkefni nefndarinnar og ýmis praktísk atriði. Fram kom erindi þar sem íbúar óska eftir grenndarkynningu vegna áforma um sölu gistingar í götunni hjá þeim. Nefndin tók jákvætt í erindið þó lög og reglur heimili raunar slíkan rekstur þá er sjálfsagt að vilji nágranna komi fram varðandi málið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.