6.6.2014 | 20:10
Vikulok
Vikan liðin og ég er ekki frá því að hún hafi nú verið nokkuð öðruvísi en vikurnar undanfarna mánuði. Ákveðið spennufall eftir mikla vinnu og spennu fyrir kosningar. Svo fóru kosningarnar nú eins og þær fóru og vikan í takt við það. Nokkuð róleg en samt ekki.
Tíminn nýttur í að hnýta lausa enda sem eru auðvitað út um allt því að lífið heldur áfram þó pólitískt landslag kunni að breytast! Nú er spurningin sem brennur á fólki "hvernig verður þetta?." Því miður þá veit ég ekkert meira en hver annar og bíð líka eftir upplýsingum! En þær hljóta að vera að koma þar sem bæta á upplýsingaflæði, allt opið og gangsætt svo að fólk hlýtur að fara að fá upplýsingar :)
Flott málþing í Nýheimum á þriðjudagseftirmiðdaginn um áhrif loftslagsbreytinga og hvað við getum gert til að sporna við þeim. Gama að sjá Wendel Trio í kvöldfréttum RUV í gærkvöldið ræða um þessi mál, hefði bara mátt koma fram að hann var búinn að vera á Hornafirði á málþingi!!
Þriðjudagurinn sem verður nokkurskonar mánudagur verður vel pakkaður. Fundur vegna áforma um sameiningu heilbrigðistofnanna á þriðjudagsmorgun. Síðasti fundur núverandi bæjarráðs kl. 13 og svo síðasti fundur núverandi bæjarstjórnar kl.17 því starfstími nýrrar bæjarstjórnar hefst eftir viku, fimmtán dögum frá kosningum.
Athugasemdir
Jú, búast má við auknu upplýsingaflæði og betri uppsetningu á útgáfu fundagerða og gagnasöfnun sem nefndir og ráð notast við.
En verðum við ekki að leyfa því starfi að hefjast áður en þeim upplýsingum er dælt út? :)
Ottó Marvin Gunnarsson, 6.6.2014 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.