Framboðsfundur í Hofgarði

Fyrsti sameiginlegi framboðsfundur af þremur sem verða hér í sveitarfélaginu var haldinn í dag í Hofgarði í Öræfum.

Góðar umræður fóru fram um málefni sveitarfélagsins og þau sem snerta samfélagið þar sérstaklega. 

Þar má nefna húsnæðismál og skólahald. Í vetur eru átta nemendur í Grunnskólanum í Hofgarði og því mikið hagsmuna mál að byggðin þar eflist og nemendum fjölgi svo hægt verði að halda úti skólastarfi. Skortur hefur verið á húsnæði og engar íbúðarlóðir til úthlutunar. 

Íbúar á Hofi hafa nú tekið sig saman og vinna að deiliskipulagi á jörð sinni með aðkomu sveitarfélagsins sem tekur þátt í verkinu á lóð grunnskólans. Vonandi mun framboð á lóðum laða að nýja íbúa í Öræfasveit en uppbyggaráform eru til staðar í ferðaþjónustu og í kringum Vatnajökulsþjóðgarð.

Næstu fundir verða fimmtudaginn 22. maí kl. 15 á Hrolllaugsstöðum og kl. 20 í Nýheimum.

Takk fyrir daginn öræfingar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband