17.5.2014 | 09:28
Eitt og annað
Eitt og annað hefur verið á dagskrá síðustu daga.
Bæjarstjórnarfundur á fimmtudag þar sem skipulagsmál voru fyrirferðarmikil að vanda enda mikil uppbygging í gangi í sveitarfélaginu. Grunnskólakennarar afhentu bæjarstjórn áskorun um að þrýsta á samningsaðila í kjaradeilu þeirra sem bæjarstjórn tók undir og hefur komið áskoruninni áfram.
Var við formlega opnun á göngubrúnni yfir Hólmsá. Frábært að koma þangað og finna kraftinn í heimamönnum sem hafa unnið mikið og gott verk þar í að gera svæðið aðgengilegt og miðla sögu og fræðslu.
Síðasti fundur Hafnarstjórnar á kjörtímabilinu var haldinn í gær og fórum við í kjölfar hans í heimsókn til Iceland Pelagic og fengum kynningu á starfsemi fyrirtækisins sem var mjög áhugavert. Forstöðumaður hafnarinnar lóðsaði inn skip á meðan á heimsókninni stóð en lenti í smá töfum vegna sands - en allt fór vel og allir glaðir þegar ég kvaddi þá í gærkvöldið.
Í dag eru það vortónleikar Kvennakórs Hornafjarðar og móttaka gesta í ráðhúsinu. Stjórnsýslu- og fjármálastjórar sveitarfélaga halda fund á Höfn þessa dagana og ég mun hitta þann hóp eftir hádegi.
Góða helgi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.