13.5.2014 | 18:05
Eitt og annað - fjarskipti, skipulag, ferðaþjónusta, safnamál....
Á morgun er 14. maí þá eiga afi, forsetinn, Bára Baldvins, pabbi hennar Þórhildar og margir aðrir afmæli! Þá er maí líka að verða hálfnaður.... tíminn flýgur trúðu mér!
Þessa dagana finnst mér stundum að ég sé stödd inní þeytivindu sem vinnur á fullum hraða. Það er allt að gerast út um allt og maður þarf stundum að staldra við, anda djúpt og ná að upplifa núið.
Fjarskiptamál voru rædd við fulltrúa Vodafone í gær en þeir eru að vinna með okkur að bættu fjarskiptasambandi á Mýrum og Suðursveit. Á fundinum með þeim var farið yfir stöðu mála. Hlutirnir eru að gerast hægar en áætlað var en gott að þetta er í vinnslu.
Sat opinn félagsfund Ríki Vatnajökuls eftir hádegi í gær. Ánægjulegt að hlusta á erindin og fylgjast með hvað er í gangi hjá klasanum.
Bæjarráð seinnipartinn í gær. Þar voru meðal annars skipulagsmál til umfjöllunar sem verða svo á dagskrá bæjarstjórnar á fimmtudag.
Held ég hafi sett met í hittingum í dag á tímabili í morgun var biðröð við hurðina hjá mér!! En flest allir fengu áheyrn. Einn sem kíkti inn hefur svo þurft öðrum hnöppum að hneppa og kemur við síðar.
Bæjarráðsfulltrúar sátu hádegisverð með sendiherra ESB á Íslandi og konu hans í dag. Gaman að hitta þau hjónin og áhugaverðar og fræðandi umræður.
Fór svo í upptöku á vegum RUV vegna umfjöllunar um sveitarstjórnarmálin í fréttum RUV. Við oddvitar listann hér fengum okkar innlegg tekin upp í dag en þau verða sýnd í næstu viku. 21. maí minnir mig!
Svo eru það safnamálin í Nýheimum kl. 20 í kvöld!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.