Fræðsla & fjör

Eyddi fimmtudegi og föstudegi á árlegum Bæjarstjórafundi á Dalvík og í Fjallabyggð.

Mjög góðir dagar í góðum félagsskap. Fengum góða innsýn inní það hvernig Dalvíkurbyggð er að vinna með fjölmenningarleg mál. Meðal annars hvernig bókasafnið þar hefur verið nýtt til að nálgast íbúa af erlendu bergi brotna einn starfsmanna er einmitt pólsk kona sem hefur verið öflug í þessu starfi.

Hér á Höfn höfum við verið að huga að erlendum íbúum undanfarin ár en erum nú á tímamótum og gaf heimsóknin ýmsar hugmyndir sem vert er að skoða í framhaldinu.

Kynntumst einnig frumkvöðlum og uppbyggingu ferðaþjónustu bæði á Dalvík og í Fjallabyggð. Frábært hve mikil uppbygging er á Siglufirði og svo heimsókn í Menntaskólann á Tröllaskaga, Ólafsfirði sem var alveg meiriháttar. Frábær vinna sem er verið að vinna þar, góð og uppörvandi kynning hjá skólameistaranum.

Margt annað sem var skoðað og kynnt. Skilur eftir sig góðar minningar og hugmyndir.

Einnig góður félagsskapur bæjar-, sveitarstjóra og maka þeirra. Mikið fjör og mikið hlegið :)

Takk fyrir mig og minn Dalvík og Fjallabyggð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband