Kaup og sala!

Það má segja að föstudagurinn hafi verið með einhverskonar fasteigna þema.

Á föstudagsmorgun kom Skúli Skúlason framkvæmdastjóri Urtusteins ehf sem á Vöruhúsið  til mín og við unnum í kaupsamningmálum vegna Vöruhússins eða Hafnarbrautar 30. Nú eru aðeins smá formsatriði eftir til að ganga endanlega frá kaupum sveitarfélagsins á eigninni. Sem verður stórt og vonandi gæfuríkt skref fyrir okkur.

Í lok vinnudagsins fór ég svo á Hótel Jökul þar sem eigendurnir Ásta og Guðjón buðu þeim sem unnið hafa að breytingum hjá þeim á skólahúsnæðinu sem hýsti Nesjaskóla á sínum tíma og bæjarstjórn í mótttöku. En sveitarfélagið seldi þeim einmitt húsnæðið.

Það var mjög gaman að sjá hve vel hefur tekist til við framkvæmdina. Opið hús var hjá þeim í dag og efa ég ekki að margir hafa gert sér ferð í Nesin að skoða. Því gaman er að sjá húsnæði öðlast svona nýtt og ólíkt hlutverk.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband