Þéttur og skemmtilegur dagur

Það má segja að dagurinn í dag hafi verið í öðru eða þriðja veldi í önnum og gleði.

Fyrsti fundur dagsins var með stjórn Nýheima þar sem við fóru yfir húsnæðismál og tengd mál sem snerta bæði sveitarfélagið og Nýheima.

Fulltrúar frá Landvernd komu svo til okkar og fórum við starfsmenn og Kristín frá Náttúrustofu Suðausturlands yfir gögn sem safnað hefur verið saman um starfsemi sveitarfélagsins og sveitarfélagið sjálft í sambandi við samstarfsverkefni okkar um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda á svæðinu. Á þeim fundi sýndum við þeim nýtt myndband sem sveitarfélagið lét gera um umhverfismál og vakti það mikla kátínu enda stórskemmtilegt!

Myndbandið er á heimasíðu sveitarfélagsins og facebook síðu þess en tvö önnur munu fylgja í kjölfarið á næstu vikum.

Hádegisverðarfundur á Hótel Höfn í boði Landsbankans þar sem fjallað var um ferðaþjónustu og bankinn kynntur. Góður fundur.

Fulltrúar frá fyrirtækjasviði VÍS komu svo við hjá mér með henni Svövu Kristbjörgu starfsmanni þeirra hér á Höfn. Gaman að hitta þau og fara yfir málin með þeim.

Þá brunaði ég á hjúkrunardeild HSSA, gamla góða vinnustaðinn minn. Þar hafði okkur frambjóðendum verið hóað saman til að hitta heimilisfólk og kynna okkur og listana okkar sem keppa um sæti í bæjarstjórn í vor :) gaman að spjalla við fólkið og svo var sungið í lokin. Ekki mín sterkasta hlið en viti menn ég gerði mitt besta!

Þá er að skella sér heim og halda uppá 8 ára afmæli svo á ég stefnumót við Kiwanis menn í kvöld!!! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband