29.4.2014 | 16:26
HAUST, Ekran, samgöngur og eitt og annað fleira!
Áttum góðan fund í morgun með fulltrúum Heilbrigðisnefndar Austurlands (HAUST) þeim Helgu Hreinsdóttur og Borgþóri. Fórum yfir ýmis atriði sem verið er að vinna að ss. leiksvæði, fráveitumál, dýravernd, starfsleyfi og eitt og annað fleira.
Fór og leit inn til eldri borgara í Ekruna og skoðaði húsnæðið eftir framkvæmdir. Mjög gaman að sjá hve vel tókst til. Fékk einnig ábendingu um hvað betur má fara í frágangi og hef komið þeim skilaboðum áleiðis.
Setti saman umsögn sveitarfélagsins vegna Samgönguáætlunnar 2013-2016 sem liggur nú fyrir þinginu. Sem fyrr leggjum við áherslu á að hafist verði handa sem fyrst við framkvæmdir við veginn um Hornafjarðarfljót og rofvarnir á Suðurfjörum. Kom einnig inná Hornafjarðarflugvöll og Grynnslin í umsögninni. Vonandi hefur það eitthvað að segja inní umræðuna á þingi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.