Höfn - Selfoss - Reykjavík - Höfn

Viðburðaríkur dagur að kveldi kominn. Dagurinn var tekinn snemma þar sem við Reynir og Björn Ingi brunuðum á Selfoss á fund um Samgöngu- og fjarskiptaáætlun. Ágætis fundur þar sem vinna Samgöngunefndar, innanríkisráðuneytisins og hinna ýmsu stofnanna sem að málinu koma var kynnt. Við settum fram okkar áherslur í samgöngu- og fjarskiptamálum. Fengum meira að segja að láta okkur dreyma um framtíðina í málaflokknum með Ísland allt undir!

Eftir hádegi varð ég eftir á Selfossi og sat síðasta fund Vaxtarsamnings Suðurlands. Þar var verkefnið gert upp. Ekki verða fleiri úthlutanir úr þessum samningi - verkefninu er lokið en SASS kemur til með að fylgja eftir þeim verkefnum sem eru í gangi nú þegar á vegum samningsins. Vonandi mun þó koma til þess að ríkið haldi áfram stuðningi við atvinnuþróun út um landið þó það verði með einhverju öðru sniði.

Náði góðu spjalli stjórnarmeðlimina, Rögnvald Ólafsson sem einnig er stjórnarformaður Náttúrustofu Suðausturlands og Berglindi Hallgrímsdóttur framkvæmdastjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um málefni stofnana þeirra hér á Höfn.

Á flugvellinum hitti ég svo auk góðra hornfirðinga Hörð Guðmundsson eiganda Flugfélagsins Ernis og Gumma son hans sem vill svo skemmtilega til að er skólabróðir minn. Þar var hægt að halda áfram umræðum um samgöngumál - flug til Hornafjarðar og annarra áfangastaða Flugfélagsins Ernis :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband