Skipulagsmál í dreifbýli o.fl.

Var á faraldsfæti í dag með þeim Ásgrími Ingólfssyni formanni umhverfis- og skipulagsnefndar og Gunnlaugi Rúnari Sigurðssyni skipulags- og byggingarfulltrúa.

Byrjuðum á Hrolllaugsstöðum þar sem við hittum nokkra atvinnurekendur í Suðursveit sem hafa hvatt sveitarfélagið til þess að vinna deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð á staðnum. Gott og gaman að hitta þau og fara yfir þessi mál. Vinna að undirbúningi málsins í farvegi.

Þá var haldið í Hofgarð í Öræfum þar sem landeigendur hittu okkur og rætt var um skipulagsmál þess svæðis sem einnig er í ákveðnum farvegi.

Frábært að finna að hugur er í fólki í dreifbýlinu!

Fórum í smá fjöruferð við Jökulsárlón á heimleiðinni - þó nokkuð af ferðafólki á staðnum að vanda.

Næst voru það Nesin, Mánagarður. Sat fyrri hluta aðalfundar Ríkis Vatnajökuls nú milli kl.15-16:30.  Þar er verið að vinna mikla og góða vinnu í ferðaþjónustumálum og kynningu á sveitarfélaginu sem er til fyrirmyndar.

Sleppi Lóninu í dag, var þar um helgina en ætla aftur inní Nes í Mánagarð í kvöld á leiksýningu :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Stórborgin Höfn,kíkir á útnárann.

Sigurgeir Jónsson, 9.4.2014 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband