6.4.2014 | 20:35
Stafrænar sjónvarpsútsendingar!
Fyrir helgi voru starfsmenn frá Vodafone að koma upp búnaði hér í sýslunni fyrir stafrænar sjónvarpsútsendingar eins og sjá mátti í Landanum á RÚV núna í kvöld.
Við fjölskyldan eyddum helgini í bústaðnum okkar í Stafafellsfjöllum og náðum það flottum gæðum í útsendingu, fleiri stöðvum auk útvarpssendinga í gegnum sjónvarpið.
Mér skilst á tæknimanni fjölskyldunnar að samskonar búnaður hafi verið settur upp í Hestgerði fyrir helgi þannig að Suðursveitin á að vera komin inn og stefnana var svo sett í Skaftafell.
Þeir sem eru með loftnetsgreiðu og stafrænan móttakara sem er innbyggður í flesta flatskjái í dag þurfa aðeins að láta tækið leita að stöðvum uppá nýtt og þá eiga þeir að smella inná bætt gæði.
Einnig setti Vodafone upp GSM sendi í Hofgarð á föstudag sem bætir símasamband Vodafone korthafa í Öræfum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.