4.4.2014 | 16:54
Föstudagur 4. apríl
Starfshópur um leyfisveitingar í þjóðlendum hittist í dag og fór yfir fyrirliggjandi drög að reglum um úthlutun starfsleyfa í þjóðlendum. Hópurinn hefur unnið vel að þessu máli undir formennsku lögfræðings sveitarfélagsins og nú sér fyrir lokin á vinnunni. Afraksturinn mun væntanlega fara fyrir bæjarráð í næstu viku og hópurinn fær miklar þakkir fyrir vinnu sína í þessu máli.
Næsta vika ætlar að verða nokkuð þétt af viðburðum. Aðalfundir bæði Ríkis Vatnajökuls og Búnaðarfélags Austur-Skaftafellssýslu verða þá. Fundur um samgönguáætlun og fjarskiptaáætlun, Stjórn Vaxtarsamnings Suðurlands, fulltrúar frá Landvernd verða hér og stefnumótunarfundur um Sjávarþorpið Höfn á vegum SASS.
Fluttum bæjarráð til munum verða með fundinn á fimmtudag í stað mánudags og taka þá páskafrí bæjarráðs í kjölfarið.
Góða helgi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.