2.4.2014 | 17:14
Ýmiskonar umhverfismál
Umhverfismál og samskipti eru lykilorð dagsins.
Tók fyrri vaktina á sóttarsæng sonar míns í morgun. Hann greyið svo óheppinn að næla sér í pest sem er víst á sveimi allt um kring. En hvað um það þökk sé nútíma tækni þá var móðir hans í samskiptum við samstarfsfólk í gegnum tölvu og síma. Sem er nú kannski ekki svo gott því drengurinn naut þar af leiðandi ekki fullrar athygli móður sinnar á meðan!!
Ætlaði að vera á Djúpavogi í morgun að ræða sorpmál en fékk í staðin fréttir þeim þar sem Haukur Ingi brunaði bara einn og kynnti sér málin hjá djúpavogsmönnum og kom gögnum til þeirra frá okkur. En fyrir þá sem ekki vita þá er heimilissorp frá Djúpavogi urðað á urðunarstaðnum okkar í Lóninu. og hefur verið ágæt samvinna þar um.
Var í fjarvinnu að hluta við að skipuleggja hreinsunardaga í sveitarfélaginu. Samkvæmt sorpdagatalinu okkar eru þeir í næstu viku. Það er gott að fara að huga að þeim málum þar sem vorið nálgast á blússandi fart. Annars held ég að við komum til með að hvetja fólk til að huga að sínu nánasta umhverfi og tína upp rusl og drasl sem verður á vegi þess og höldum svo aftur hreinsunardaga í byrjum maí þegar fleiri eru komnir í vorverkin í görðunum sínum. En gott að vera komin af stað í þessari skipulagningu.
Samskipti hafa líka verið mér hugleikin í dag og samskipti eru sko líka umhverfismál. Umhverfi þar sem samskipti eru góð og vel er tekið á móti fólki er nærandi og gott. En mikið ósköp getur maður orðið pirraður og leiður þegar manni finnst illa komið fram! En ef öll samskipti væru ljúf, einlæg og hreinskiptin, myndi maður kunna að meta það? Er þetta alltaf spurning um andstæður? Æ, nei held ekki!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.