Mánaðarmót

Það er nú meira hvað tíminn líður, mér finnst bara nokkrir dagar frá síðustu mánaðarmótum! Aftur komið að bæjarstjórnarfundi sem verður haldinn n.k. fimmtudag.

Í bæjarráði í gær tókum við fyrir ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2013 og fer hann í fyrri umræðu í bæjarstjórn á fimmtudag. Það er skemmst frá því að segja að staða sveitarfélagsins er sterk. Tekjur urðu hærri en gert var ráð fyrir í áætlun og fresta þurfti nokkrum af framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru. Rekstur varð líka aðeins hærri en áætlað var, aukin útgjöld t.d. í skipulagsmálum sem voru fyrirferðarmikil á árinu. Einnig urðu framkvæmdir í umhverfismálum meiri en lagt var upp með og tókum stolt á móti góðum gestum á Unglingalandsmóti með USÚ svo dæmi séu tekin.

1. apríl var viðburðarríkur í vinnunni. Fékk að fara í starfskynningu í afgreiðslu ráðhússins hjá henni Lindu. Þurfti nú talsverða tilsögn í byrjun en held að þetta hafin nú allt verið að koma þegar ég fór til annarra starfa!! Hljóp apríl eins og margir landsmenn - fékk undarlegt símtal og lét Hauk Inga plata mig smá!! En það var nú bara skemmtilegt :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband