abc og fleira skemmtilegt!

Verið með hugann talsvert við fræðslumál í dag. Hitti þau Ragnhildi fræðslustjóra og Eyjólf skólameistara FAS í morgun þar sem við vorum að ræða þá samlegð sem er milli skólastiga í list og verkgreinum og framtíðarþróun í þeim málum.

Ræddi einnig fræðslumál við Magnhildi verkefnisstjóra í málefnum nýrra íbúa. En hún er einmitt að kenna nýjum íbúum íslensku á vegum Fræðslunetsins hér á Höfn.

Svo kom 4.S í heimsókn til mín í ráðhúsið og ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að setja fyrsta seðilinn í bauk merktann abc hjálparstarfi en þau eru að fara að safna fyrir stúlkur í Pakistan. Hress og kátur hópur sem kom með kennaranum sínum og skólaliðum. 

Hafnarstjórnarfundur á eftir. Fimleikafjör með börnunum mínum eftir fundinn og svo fundur með félögum mínum á Framsóknarlistanum í kvöld.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband