Lífhagkerfi!

Fékk góða heimsókn í morgun þar sem ræða átti "lifhagkerfi" Hornafjarðar (e. Bioeconomy) hún Liisa Perjo frá Finnlandi kom í fylgd Birgis frá Matís til að ræða þessi mál. Ég átti nú ekki von á miklu af viti frá mér um þessi mál þar sem þetta er nú ekki umræðuefni sem maður er oft að fjalla um, hélt ég!

Annað kom nú á daginn þegar Liisa fór að spyrja mig útúr. Þarna er verið að fjalla um að hámarka ávinning auðlinda án þess að ganga á þær. Umræður okkar snerust að miklu leyti um Matarsmiðjuna á Höfn og hve mikilvæg hún er samfélaginu til þess að nýta auðlindir okkar á sem fjölbreyttastan hátt og skapa ný verkefni. En umræðan fór einnig mun víðar að Nýheimum, Vöruhúsinu og mannlífinu á Höfn.

Fleiri góðir gestir sem komu við í ráðhúsinu í dag voru sölumenn frá N1 sem voru að kynna bæjarstjóra, innkaupastjóra og fjármálastjóra vöruúrval N1, gæði og góð kjör. Innkaup sveitarfélagsins á þessum vörum eru bundin í samning í dag en að sjálfsögðu þarf að fylgjast vel með þeim tækifærum sem eru í lækkun kostnaðar í innkaupum.

Yndislegt að skella sér í sundlaugina að loknum vinnudegi og láta líða úr sér, hitta fólk og spjalla. Bjart og fallegt veður, sólin skein og mikið fjör.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband