19.3.2014 | 19:16
Unga kynslóðin
Fór í morgun með Birni Imsland umsjónarmanni fasteigna á leikskólann Lönguhóla að hitta leikskólastjórann sem væri ekki frásögu færandi nema að ég hafði frétt að ákveðinn nemandi í skólanum hefði mikinn áhuga á að hitta bæjarstjórann.
Að sjálfsögðu gaf ég mig fram á Blómadeild þar sem daman unga var að leik með félögum sínum. Þau voru mjög ánægð að hitta bæjarstjórann og notuðu tækifærið vel. Það er eitt og annað sem þau báðu mig að koma í farveg, t.d. finnst þeim ómögulegt að það vanti gangstétt við Bugðuleiru þar sem einn kennarinn þeirra býr svo þarf að uppfæra merkingar á skilti í bænum og eitt og annað fleira!!
Þau sýndu mér verkefni sem þau hafa verið að vinna og voru hreint út sagt alveg frábær. Takk kærlega fyrir móttökurnar krakkar á Lönguhólum :)
Unga kynslóðin sló svo aftur í gegn á Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar þar sem stór hluti nemenda flutti stytta leikgerð af Óvitum Guðrúnar Helgadóttur í leikstjórn Kristínar Gestsdóttur kennara. Þau voru alveg frábær og mjög gaman. Allir nemendur lögðu sitt af mörkum til árshátíðarinnar. Flottur salur, góðar veitingar og skemmtun. Takk fyrir mig nemendur og starfsfólk Grunnskóla Hornafjarðar!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.