14.3.2014 | 17:30
Húsnæðis og Menningarmál
Húsnæðismálin voru í brennidepli í morgun. Endurbætur á Sindrabæ eru í undirbúningi. Átti góðan fund með Birni Imsland umsjónamanni fasteigna og Jóhanni Morávek skólastjóra Tónskólans þar sem við fórum yfir teikningar og plön að næsta verkefni.
Átti einnig fund með Skúla Skúlasyni frá Urtusteini ehf en Urtusteinn á Hafnarbraut 30, Vöruhúsið. Ræddum framtíð þess og fékk mer fréttir úr Öræfunum hjá henni Möttu í Hofsnesi. Alltaf gaman að spjalla við Möttu og nóg að gera í Öræfunum þessa dagana.
Í lok vinnudags eða kl. 15 hófst athöfn í Nýheimum þar sem styrkjum sveitarfélagisns var úthlutað. Það er frá bæjarráði, skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd og atvinnu- og menningarmálanefnd. Einnig voru Menningarverðlaun Hornafjarðar 2014 afhent. Það var Ragnar Imsland sem hlaut þau að þessu sinni. Ragnar er vel kominn að þessum verðlaunum, hagleikssmiður og mikill listamaður.
Blús- og rokkhátíð Hornafjarðar er í fullum gangi, hófst í gær en heldur áfram í kvöld og á morgun. Viðburðirnir eru í Pakkhúsinu og hefjast tónleikar kvöldsins kl.20:30. Silkikvartettinn, Síðasti Sjens, Hljómsveitin Dútl og Kristjana Stefánsdóttir eru listamenn kvöldsins!!
Tilvalið fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á vetrarhörkum að skella sér til Hornafjarðar - auð jörð og vor í lofti :)
Góða helgi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.