Skiptir kynið máli - umhverfismál og fleira!

Í gærkvöldið var samþykktur list Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Vel var mætt á aðalfund Framsóknarfélagsins þar sem listinn var kynntur og svo samþykktur. Í framhaldinu var niðurstöðunni komið á framfæri á veraldarvefnum til almennrar kynningar.

Viðbrögð fólks í dag hafa verið jákvæð og skemmtileg og vil ég þakka kærlega fyrir það. Vonandi fá karlarnir líka hamingjuóskir frá þeim sem verða á vegi þeirra þessa dagana. Vona að kynið skipti ekki máli í þessum efnum þó átakið konur í forystusætum sé í fullum gangi!

Annars hefur dagurinn verið annasamur en skemmtilegur. Átti góðan fund með Árdísi hjá Ríki Vatnajökuls þar sem við fórum yfir umhverfismál í víðum skilningi í Sveitarfélaginu og þjónustu við ferðamenn. Jón og Lovísa hjá Rósaberg ehf komu á fund okkar Hauks Inga og lögð voru drög að framlengingu samnings um sorpurðun til áramóta. Ræddum um þær breytingar sem eru að verða á sorpmálum á Höfn, hvort dregist hafi saman í urðun með aukinni flokkun eða hvort neysla sé almennt að aukast í samfélaginu og ef svo er hvað geti skýrt það!

Í hádeginu voru það aftur umhverfismál með Bryndísi og Hugrúnu Hörpu. Upplýsingagjöf til ferðamanna og umhverfisflipi á heimasíðu sveitarfélagsins sem er í undirbúningi.

Þá yfirferð yfir stöðu virkra mála og undirbúningur bæjarráðs með formanni bæjarráðs/forseta bæjarstjórnar. Yndisleg dóttir mín kom svo og hljóp út í bakarí fyrir mig og sótti síðbúinn hádegisverð sem var ljómandi góður!

Fagnaði svo flutningum Lyfju í Miðbæ með starfsfólki þar, gestum og gangandi. Flott búð hjá þeim og ágætis aðstaða. Til hamingju með nýju búðina starfsmenn Lyfju á Höfn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband