Að vera jákvæður í núinu!

Fékk góða ábendingu í hádeginu í dag. Skellti mér í heimsókn á hjúkrunardeildina og borðaði með samstarfsfólki mínu þar. Man nú ekki hvað var verið að ræða um en Þorbjörg félagslið skellti því fram hvort framtíðin væri til? Það væri ekkert nema núið!! Veit ekki hvort þetta er speki úr framtíðafræðunum en mun gefa mér tíma til að kanna það (þegar tími gefst til)!

En þetta vakti mig til umhugsunar. Auðvitað veit maður að "Núið" er málið fortíðin er liðin framtíðin er ekki komin og við erum hér. Það sem við gerum í núinu er það sem skiptir máli. Alltof oft erum við að nota núið til að reyna að laga það sem liðið er, stundum gengur það vel og núið verður betra og þá vonandi það sem á eftir kemur en stundum er maður alls ekki viss.

Allavega veit ég að orkunnu sem við verjum til góðra verka í núinu er vel varið og skilar sér til framtíðar (sé hún til). Svo er það hvað er gott og hvað ekki - tilefni til heimspekilegra vangaveltna.

Einn þáttur í núinu er líka hvaða sæti við veljum í vagninum. Við getum tekið meðvitaða ákvörðun um að horfa til sólar og líta á björtu hliðar tilverunnar einnig getum við dottið í að vera föst í neikvæðni sem erfitt er að rífa sig úr. Öll lendum við þó í að sveiflast eitthvað þarna á milli. En ef við tökum meðvitaða ákvörðun um að halda okkur á jákvæðum nótum og vera meðvituð um það þá ættum við að geta hnippt í öxlina á okkur þegar núið fer að verða dimmt og kalt. Farið í aðgerðir til að kippa okkur uppúr pollinum og líta til sólar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband