10.3.2014 | 21:08
Rafræn stjórnsýsla!
Mikið hefur verið lagt uppúr rafrænni stjórnsýslu á síðustu árum. Spara pappír, póstburðargjöld og allt á einum stað þ.e. í tölvunni. Þessi þróun er alveg hreint ágæt alveg þangað til bilun verður í kerfinu. það dettur einhverra hluta vegna út!!!
Dagurinn í dag einkenndist af sambandsleysi þar sem erfitt var að ná í gögn og tölvupósturinn fór í frí kl 11:56. Ástandi gaf sumum tækifæri til að taka til í skúffum og á skrifborð, síminn virkaði fínt og unnið var í skjölum sem ekki þurfti að skækja djúpt í einhvern "serverinn".
Það merkilega var að haldinn var bæjarráðsfundur þrátt fyrir allt. En við fengum áminningu um hve hverfult hið rafræna líf getur verið. Það liggur stundum við uppgjöf hjá manni ef allt gengur ekki einn, tveir og þrír á netinu. Ræddum fjarskiptamál í dreifbýli og þéttbýli á fundinum og mikilvægi þeirra fyrir okkur öll.
En persónulega finnst mér mjög gott að nota hinn rafræna heim til að hjálpa mér að muna eftir hlutunum. Nota Outlook mikið til að skipuleggja mig og tímann. Einnig til að skrá það sem á dagana drífur, þá sem kíkja við með hin ýmsu erindi sem dæmi. Fékk fyrirspurn í dag um heimsókn sem ég get ómögulega munað eftir. Búin að fletta uppí Outlook og finn hana ekki, næst verður það minnisbókin ef ég finn ekki vísbendingu þar þá er væntanlega dáleiðsla næst á dagskrá!! Er þetta eðlilegt?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.