6.3.2014 | 20:08
200. fundur Bæjarstjórnar Hornafjarðar
Í dag var tvöhundraðasti fundur bæjarstjórnar. Fyrsti fundur er skráður í júní 1994 eftir sameiningu Hafnar, Nesja- og Mýrahrepps. Við sameininguna bjuggu (1/12'93) 2.179 íbúar í nýstofnuðum Hornafjarðarbæ.
Tvöhundraðasti fundurinn gekk vel að vanda. Fundargerðir bæjarráðs, gjaldskrá embættir byggingar- og skipulagsfulltrúa, reglur um leikskóla Hornafjarðar, fjárhagsáætlun HSSA, skipulagsmál og landskipti voru til umræðu. Kann að vera að ég gleymi einhverju en áhugasömum er bent á fundargerðina á vef stjórnsýslu sveitarfélagsins og svo er væntanlega verið að klippa upptökuna sem verður sett á netið á morgun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.