Öræfaferð á Öskudegi

Mikið fjör í dag Öskudag þar sem búningar og líf og fjör áttu leikinn. Starfsfólkið í ráðhúsinu lét sitt ekki eftir liggja og voru margir í búningum í dag. Mikið fjör var í afgreiðslunni eftir að skóla lauk og krakkarnir komu í hópum að syngja og fá góðgæti fyrir sönginn.

Ég hóf vinnudaginn á HSSA á framkvæmdaráðsfundi með stjórnendum þar. Þar sem við fórum aðeins yfir mönnunarmál.

Kom svo við í ráðhúsinu áður en ég fór á fund í Nýheimum með Eyjólfi skólameistara FAS, Ragnhildi fræðslustjóra og Vilhjálmi umsjónarmanni Vöruhúss. Þar kynnti Eyjólfur samstarfs verkefni sem FAS og framhaldsskólinn Tabasalu í Eistlandi eru að sækja um og tengist heimsókn fulltrúa Eistneska skólans í febrúar sl. Ákveðið var á fundinum að Villi verði tengiliður sveitarfélagsins við verkefnið.

Klukkan þrjú var nokkrum fulltrúum úr almannavarnanefnd auk Reynis frá Vegagerðinni og Maríönnu frá Hornafjarðardeild RKÍ smalað í langferðabíl og stefnan tekin á Hofgarð í Öræfum þar sem við áttum mjög góðan fund með stjórn Björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum og svo íbúum í Öræfum. Umræðuefnið var þær aðstæður sem hafa skapast og munu án efa gera aftur á svæðinu þegar ófært er um svæðið vegna óveðurs. Hlutverk fjöldahjálparstöðvarinnar, lokanir á þjóðveginum og ýmislegt annað sem tengist málefninu. Mjög gott var að fara yfir þá reynslu sem komin er af þessum aðstæðum í vetur og nýta hana til að skipuleggja hvernig best er að bregðast við eins og hægt er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband