9. janúar

Undirbúningur að framkvæmdum í Sindrabæ er hafinn. Fundur í dag þar sem lagðar voru línur fyrir hönnuði. Ferli svona framkvæmda hefst löngu áður en verktakar mæta í hús og byrja að vinna. Hugsa þarf fyrir öllum þáttum í hönnunarferlinu til að allt gangi smurt þegar að framkvæmdinni kemur!

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 og þriggja ára áætlun 2015-2017 fór á heimasíðu sveitarfélagsins í dag. Ég hvet fólk til að kynna sér hana.

Átti góðan fund með Árdísi Ernu framkvæmdastjóra Ríki Vatnajökuls (RV) í dag og Hauki Inga hagsýslu- og innkaupastjóra þar sem við fórum um víðan völl yfir ferðaþjónustumálin í sveitarfélaginu, gildi RV fyrir sveitarfélagið og hvernig við getum eflt sveitarfélagið og klasann með aukinni samvinnu á ýmsum sviðum.

Svo var skemmtileg spenna í loftinu þar sem tveir starfsmenn áttu von á barnabarni (sitt hvoru!) í dag! Ein dama komin í heiminn í lok vinnudags - til hamingju Bjössi og Hafdís og auðvitað foreldrarnir Nanna Halldóra og Frikki! Svo verður Ásta öruggleg líka orðin amma á morgun :) Hlakka til að mæta í vinnuna á morgun og fá fréttir af því!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband