Bæjarstjórnarfundur

Í dag var Fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 afgreidd til seinni umræðu hjá bæjarstjórn og 3ja ára áætlun líka. Nú fer vinna af stað við að fara nánar ofan í málaflokka stofnanna sveitarfélagsins með forstöðumönnum og frekari úrvinnsla á áætlununum.

Búnaðarstefna sveitarfélagsins var samþykkt í dag auk Safnastefnu og Stofnskrár Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Eitt og annað kom upp í umræðunni eins og t.d. hvort að Menningarmiðstöð Hornafjarðar eigi ekki með réttu að heita í dag Hornafjarðarsöfn!

Skipulagsmál voru líka á dagskrá. Breyting á aðalskipulagi, deiliskipulag og grenndarkynning.. Allt má þetta finna inná heimasíðu sveitarfélagsins.

Eitthvað er tæknin greinilega að stríða okkur því að með réttu ætti að vera útsending af fundinum í gangi núna á Skjávarpinu en svo er ekki. Skoða það mál í fyrramálið!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband