2.11.2013 | 17:20
Kaflaskil, nýtt verkefni!
Í gær 1. nóvember 2013 hófst formlega nýr kafli í starfsfelilskránni! Þá tók ég formlega við sem bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Það er spennandi verkefni sem ég fæ tækifæri til að spreyta mig á fram að næstu kosningum í vor.
Hjalti Þór Vignisson sem gengt hefur þessu embætti frá 2006 skipti um starfsvettvang og óska ég honum alls hins besta í nýju starfi og þakka honum kærlega fyrir samfylgdina í bæjarmálunum. Það hefur verið gott og lærdómsríkt að vinna með Hjalta og ég bý að þeirri reynslu til framtíðar.
Ella mágkona var líka að byrja í nýrri, gamalli vinnu. Nú hefur hún sagt skilið við lyfjamarkaðssetningu og hefur hafið störf aftur við hjúkrun á gömlu deildinni sinni á Landspítalanum. Ekki amalegt þar að fá þessa yndislegu konu aftur til starfa og ekki veitir af að fá gott og flott fólk inní heilbrigðisþjónustuna aftur eins og staðan er í dag á þeim vettvangi!!
Fyrsti vinnudagurinn fór svo í frábæra ráðstefnu á vegum Ríki Vatnajökuls - Tilvist og Tækifæri. Flottir fyrirlestrar og vinna þar á ferð sem kemur sér vel í áframhaldandi vinnu.
Lífið er breytingum háð!
Örugglega fleiri sem hafa verið að skipta um vinnu um mánaðarmótin. En ég á þá ósk að við munum öll bera gæfu til þess að gera góða hluti og láta gott af okkur leiða :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.