Gleymum ekki hjálminum!!

Í dag er gott veður hér á Höfn í Hornafirði. Það gefur góð fyrirheit um að vorið sé á næsta leiti. Þó það sé enn snjór í fjöllum og auðvitað mikill snjór víða á landinu þá fór ég að hugsa um hjólreiðar og mikilvægi þess að gleyma ekki hjálminum.

Einnig rakst ég á grein á visir.is sem segir frá slysi Margrétar Stefánsdóttur. En hún gleymdi hjálminum datt og rak höfuðið í gangstéttarkant og slasaðist á höfði. Ég óska Margréti góðs bata en samkvæmt frásögn systur hennar þá á hún enn langt í land þrátt fyrir að tæpt ár sé frá slysinu.

Það sem ég vill leggja áherslu á, eins og tilgangurinn með greininni um Margréti gerir líka er að benda á mikilvægi hjálmsins sem öryggistækis. Við hvetjum börnin okkar til að nota hjálma svo á ákveðnum aldri missir fólk oft tökin á þessum málum og börnin neita að nota hjálm og komast sum hver upp með það sem er ekki nógu gott. 

Við foreldrarnir erum hins vegar fyrirmynd og eigum að ganga á undan með góðu fordæmi og nota hjálm sjálf. Ég hef gert það um margra ára skeið. Alveg síðan ég vann sem skólahjúkrunarfræðingur. Þá fór ég að nota hjálm af skyldurækni þar sem ég var að hvetja börnin til hjálmanotkunnar. Í dag mörgum árum síðar get ég enn ekki hjólað án hjálms sem betur fer. 

Hins vegar leiðist mér afskaplega að sjá fjölskyldur saman í hjólatúr þar sem börnin eru með sína hjálma en mamma eða pabbi hjálmlaus annað eða bæði og stundum húfa í stað hjálmsins. 

Berum virðingu fyrir kollinum á okkur og öllu því flókna starfi sem þar er unnið og setjum hjálm á höfuðið þegar við förum út að hjóla. Því að eins og saga Margrétar Stefánsdóttur segir okkur þá getur eitt fall haft gífurleg áhrif. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband