Jólakveðja

Snjóföl og blíða, verður ekki betra. Bóndinn og börnin úti að dreifa jólakortum og pökkum. BG og Ingibjörg sjá um tónlistina og í stað þess að hlaupa um með skúringakústinn er gott að setjast niður við tölvuna og senda ykkur sem þetta lesið bestu óskir um góð og gleðileg jól. Bið einnig að heilsa þeim sem ekki lesa bloggið - óska þeim einnig gleðilegrar hátíðar.

Það er svo margt sem ber að þakka og gleðjast yfir. Allir hraustir í dag (sá yngsti með ælupest fyrir sólahring - skyldum við hin sleppa!!) nóg að borða, hlýtt og notalegt inni þó það gusti aðeins fyrir utan. Jólasveinarnir búnir að vera á ferli og gleðja bæði unga og gamla.

Það er ekki bara á heimilinu sem allt er í góðum gír. Við íbúar sveitarfélagsins eigum trygga grunnþjónustu í heilbrigðisþjónustu næsta árið því ekki verður niðurskurður á framlögum til Heilbrigðisstofnunnar Suðausturlands í fjárlögum fyrir árið 2011.

Já, sú vinna sem farið var í milli umræðna um fjárlagafrumvarpið skilaði árangri enda er aðeins um grunnþjónustu að ræða á HSSA. Ég þakka þeim sem komu að þeirri vinnu bæði hér heima, í heilbrigðisráðuneytinu, fjárlaganefnd og svo alþingi fyrir að hafa séð að hér er verið að vinna góða og hagkvæma vinnu fyrir samfélagið og þjóðarbúið.

GLEÐILEGA HÁTÍÐ Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband