10.11.2010 | 21:22
Kraftur - Hugmyndir
Það er kraftur í fólki á Hornafirði þessa dagana. Undirskriftum hefur verið safnað síðustu daga vegna boðaðs niðurskurðar á HSSA og verða þær afhentar heilbrigðisráðherra á morgun. Ég hef fulla trú á því að verið sé að fara í gegnum þær upplýsingar sem ráðuneytið hefur verið að safna síðustu vikur og að niðurskurður til heilbrigðismála verði endurskoðaður vel. Það kann að þýða að fleiri stofnanir verði fyrir skerðingu en til stóð í upphafi en það hlýtur að vera heillavænlegra en að skerða grunnþjónustu svo mikið á landsbyggðinni þannig að öryggi íbúa og annarra sem eiga erindi um landið sé ógnað.
En það er ekki bara heilbrigðisþjónustan sem þarf að hagræða og draga saman. Nú vinna starfsmenn bæjarins og við bæjarfulltrúar hörðum höndum að fjárhagsáætlun fyrir 2011. Framlög frá ríkinu munu dragast saman og ekki er líklegt að útsvarstekjur munu aukast. Hér þarf að draga saman í rekstri sem og annars staðar.
Hvaða leið skal fara? Skera niður, hækka gjöld? Nota sjóði sem til eru eða skal nýta þá til framkvæmda? Þessir punktar komu allir fram á síðasta bæjarstjórnarfuni sem nú má sjá á stjórnsýsluvef www.rikivatnajokuls.is Gaman væri að fá viðbrögð frá bæjarbúum um sýn þeirra á þessi mál. Athugasemdir - hugmyndir má endilega skrifa hér í athugasemdir eða senda mér tölvupóst á asgerdur@hornafjordur.is
Þetta er samfélagslegt verkefni sem að við vinnum saman að.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.