Áfram veginn!

Þessa dagana er verið að undirbúa ferð bæjarráðs í höfuðborgina þar sem við munum hitta fyrir fulltrúa í fjárlaganefnd, ráðherra og embættismenn til að fylgja eftir málefnum sveitarfélagsins okkar vegna fjárlaga ríkisins fyrir 2011. Einnig erum við farin að huga að fjárhagsáætlun fyrir 2011. Í þeirri vinnu þarf að huga að ótal hlutum og örugglega að mörgu sem mér er ekki farið að detta í hug ennþá.

Í þessu samhengi er verið að skoða hvaða framkvæmdir við viljum fara út í. Hvernig er fé okkar best varið. Á að byggja, breyta eða jafnvel selja? Hvaða starfsemi á að vera á vegum sveitarfélagsins, erum við í einhverjum verkefnum sem betur er borgið hjá einkaaðilum?

Ég sá að Kristján félagin minn Guðnason veltir því upp á fésbókarsíðu sinni hvernig fólk vill sjá Pakkhúsið eða réttara sagt hvaða hlutverki það eigi að gegna! Á sveitarfélagið að eiga Pakkhúsið eða jafnvel selja það? 

Hugmyndavinna er nú í gangi varðandi lok á framkvæmdum á skóla- og íþróttasvæði við Heppuskóla. Góðar hugmyndir hafa borist frá starfsfólki Heppuskóla, foreldrar voru hvattir til að koma með hugmyndir  og nú eru kjörnir fullrtúar í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd að undirbúa sinn vinnufund.  Þar er um að ræða framkvæmdir sem gott er að fá álit og áherslur frá öllum hagsmunaaðilum á vinnslustigi. Breyta, bæta og jafnvel byggja!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband