4.9.2010 | 16:31
Nýja hlutverkið!
Fór í mína fyrstu pólitísku embættisferð á fund nefndar um yfirfærslu málefna fatlaðra í gamla Félags- og tryggingamálaráðauneytið í gær. Var þar í góðum félagsskap bæjarstjórans Hjalta Þórs Vignissonar og Guðrúnar Júlíu Jónsdóttur framkvæmdastjóra HSSA og samstarfskonu minnar. Okkur var vel tekið af nefndinni. Við færðum rök fyrir ósk sveitarfélagsins um að við yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga um áramót, verði málaflokkurinn áfram hér heima í héraði eins og verið hefur frá gerð Reynslusveitarfélagssamnings sl. 14 ár. Þrátt fyrir að íbúafjöldinn nái ekki þeim viðmiðum sem sett er upp í markmiðum nefndarinnar.
Frá 1997 hafa málefni fatlaðra verið í umsjón sveitarfélagsins og heilbrigðis- og öldrunarmál frá 1996. Gengið hefur mjög vel að sinna og samþætta þessa þjónustu og væri það skref til baka og andstætt markmiðunum með yfirfærslunni ef við þurfum að veita þessa þjónustu á stærra þjónustusvæði þ.e. í samvinnu við önnur sveitarfélög.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.