1.9.2010 | 20:06
HSSA
Fundadagur í dag eins og marga aðra daga hjá mér síðustu mánuði. En í dag var fyrsti Umönnunarfundur haustsins á hjúkrunar- og sjúkradeild. Á þessum fundi varð ég mjög svo vör við það hvað tíminn líður hratt því vaktaskipulagið hjá okkur fær mann til að hugsa marga mánuði fram í tímann og það getur verið pínu ógnvekjandi.
Gerðum einnig upp sumarið. Starfsfólk HSSA hefur staðið sig frábærlega. Ekki tókst að manna í allar afleysingastöður þrátt fyrir atvinnuleysi! Langt hefur verið gengið til að halda öll gangandi frá allra hendi og fær starfsfólkið okkar STÓRT HRÓS fyrir það.
Ragnhildur Jónsdóttir ráðgjafi hjá ÞNA kom svo á fundinn til okkar og kynnti prógram sem við ætlum að setja af stað í haust. Það heitir Markviss og snýst um markvissa uppbyggingu starfsmanna. Farið verður í gerð símenntunaráætlunnar og skipulagt nám - Fagnámskeið 2 fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og vinnu með fötluðum. Mjög spennandi vinna framundan.
Eftir hefðbundinn vinnudag var fyrsti fundur nýrrar stjórnar HSSA. Framkvæmdastjóri kynnti starfsemistölur frá 2009, farið var yfir erindisbréf stjórnarinnar og skoðunarferð um stofnunina í lok dagskrár. Það er alltaf gaman að ganga um og sýna stofnunina okkar og segja frá þeirri frábæru starfsemi sem þar fer fram. Ég efa ekki að samstarfið við stjórnina mun verða gott og farsælt hér eftir sem hingað til.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.