Í formi 2010

Þá styttist í íþróttamótið Í formi á Höfn í Hornafirði. Það verður haldi helgina 17. - 18. september en þáttakendur þurfa að vera orðnir 30 ára!!

Já það er mikil stemming hér í bæ, fólk á hlaupum og æfingar á fullu. Ég var auðvitað með plön um að vera með og skella mér á einhverjar æfingar því að ég er eiginlega ekki í formi, allavega ekki í góðu formi!! En einhverra hluta vegna þá hef ég ekki enn mætt á neina æfingu, gæti nú svo sem tekið sprett án þjálfara (eða hvað!) en hef ekki gert það. Það er aldrei góður tími og tími er eitthvað sem að flýgur mjög hratt hjá þessa dagana. Eitt er þó nokkur víst ég mun allavega mæta og hvetja þá sem taka munu þátt.

Hins vegar má ég nú alls ekki gera lítið úr íþróttaiðkun minni því að sl. fjóra mánuði hef ég tekið þátt í þrem íþróttaviðburðum meira að segja í keppni sem er nú algjört met.  Keppnisferillinn hófst í boðsundskeppni lið frambjóðenda til sveitarstjórnar á sumardaginn fyrsta. Eftir að hafa flogið inní bæjarstjórn hef ég tekið þátt í vígslu tveggja íþróttavalla. Nýs gervigrasvallar og körfuboltavallar, það er gaman að segja frá því að bæjarstjórn og starfsmenn báru sigur úr bítum í báðum vígsluleikjunum og var það ekki leikþekkingu eða snilli minni að þakka. En þar gildir sannur ólympíu andi  - aðal málið að vera með :-)

En ég verð pottþétt Í formi 2011!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband