Heima er best.

Fjölskyldan gerði víðreist í sumarleyfinu. Eins og margir aðrir íslendingar þá ferðuðumst við innanlands og gistum á tjaldstæðum. Þau tjaldstæði sem okkur líkaði best á voru í Skógarnesi við Apavatn sem að Rafiðnaðarsambandið á og rekur og svo á Tálknafirði. Öll aðstaða er til fyrirmyndar á þessum svæðum og það sem stendur uppúr er gott leiksvæði fyrir börnin.

Einnig fórum við í ellefu sundlaugar á rúntinum. Enda elskum við að liggja í afslöppun í góðum vaðlaugum eða pottum. Allar voru þær metnar út frá OKKAR laug. Aðstaða, þjónusta, öryggi o.s.frv. Niðurstaðan er sú að sundlaugin OKKAR hér á Höfn í Hornafirði er alveg dásamleg. En laugin á Kirkjubæjarklaustri er líka mjög fín, alltaf gott að koma á Suðureyri þar sem er mjög kósý stemming. Einnig get ég vel hugsað mér að koma oftar við á Hellu.

Við heimkomuna tók við garðvinna og svo bæjarfulltrúa starfið.

Bæjarráðsfundur sl. þriðjudag. Þar var ráðin í tímabundna afleysingu tómstundafulltrúa Hólmfríður Þrúðmarsdóttir, hittum ein umsækjanda um stöðu yfirmanns umhverfis- og skipulagsmála.

Einnig var farið yfir stöðu framkvæmda við Lönguhóla og Sidrabæ. Þau verk eru á áætlun sem er gott því starfsemi hefst fljótlega í báðum húsum að loknu sumarleyfi skólanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ottó Marvin Gunnarsson

Velkomin heim

Ottó Marvin Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband