Skóla-, íþrótta- og tómstundamál

Eru engin smámál! Það eru mörg verkefni framundan í okkar góða samfélagi, framhald af þeirri vinnu sem verið er að vinna núna og að hluta til er lokið.

Miklar breytingar voru gerðar á Hafnarskóla síðastliðið sumar sem voru róttækar og bættu vinnuumhverfi og aðstöðu bæði nemenda og kennara til mikilla muna. Nú um þessar mundir er haldið áfram vinnu í Sindrabæ til heilla fyrir tónskólanemendur og kennara þeirra. 

Nú er farið að huga að hugmyndarvinnu fyrir bætta aðstöðu í Heppuskóla. Þá vakna spurningar um millibyggingu milli sundlaugar og íþróttahúss/Heppuskóla. Er það eitthvað sem við viljum ráðast í og hvernig getum við best nýtt millibygginguna fyrir íþrótta-, skóla- og jafnvel tómstundastarf? Þ.e. ef farið verður út í að byggja!! 

Þetta eru stórar spurningar sem við nefndarfólk í skóla-, íþrótta - og tómstundanefnd erum að velta fyrir okkur. En fólkið sem vinnur á umræddu svæði þ.e. nemendur, kennarar og starfsfólk íþróttamannvirkjanna þarf einnig að velta þessu fyrir sér. Þá hafa foreldrar og aðrir áhugamenn um nýtingu svæðisins örugglega góðar hugmyndir og gagnlegar fyrir okkur sem komum að sjórn þessara mála. Hugmyndavinnunni mun verða fundinn farvegur þegar hausta tekur. Þangað til látum við hugann reika og horfum í kringum okkur, skoðum það sem vel er gert annarstaðar og söfnum í sarpinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband