26.6.2010 | 21:05
Afmæli!!
Í dag hófst nokkurra daga afmælishrina ættingja, makans og vina!
Fyndið hvað fæðingardagar þeirra sem standa manni næst raðast oft skemmtilega upp. Núna í dag hófst einmitt ein svona hrina í minni fjölskyldu. Mágkona og frænka í dag, fósturdóttir/frænka á morgun, eiginmaðurinn á mánudag, tilvonandi tengdadóttir á þriðjudag - gat á miðvikudag. Amma elskuleg 92ja á fimmtudag, Áslaug vinkona og Kalli frændi á föstudag.
Þarf endilega að kynnast einhverjum sem á afmæli 30. júní!! Vantar einn dag þarna inná milli. :-)
Annars er það einnig algengt að fólk deili dögum í minni fjölskyldu. Ég og Dalli svili eigum einmitt sama afmælisdag, Aron minn og Gígja hans pabba, mamma og Jana mín. Mikið í pörum.
En þrátt fyrir alla þessa afmælisdaga þá er svo yndislegt að innst inni er maður ekki að eldast svo mikið. Einhvern vegin finnst mér unga fólkið vera að taka fram úr mér.
En það eru forréttindi að fá að eldast. Það er svo sárt að þurfa að kveðja og horfa á eftir fólki í blóma lífsins kveðja þessa tilvist. Ég eins og margir á mínum aldri hef þurft að kveðja ættingja og vini langt um aldur fram. Af virðingu við þá einstaklinga finnst mér að við eigum að fagna hverjum afmælisdegi og muna að njóta dagsins í dag þó að við gerum plön til framtíðar og horfum þangað galvösk.
Elsku dúllurnar mínar Anna, Hafdís, Karen Eik, Jónas, Inga Birna, Amma Jana, Kalli og Áslaug til hamingju með afmælisdagana ykkar ! Risastórt knús ;-)
Athugasemdir
Já tíminn flýgur, nú eru að verða 6 ár síðan Áslaug átti von á truflun í afmæli Jónasar ennnn Selmu Ýri lá ekkert á heldur leyfði henni að klára kökuna og mömmu að pínast nokkrum tímunum lengur og kom bara daginn eftir
Anna Björg (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.