Langur dagur í dag!

Dagurinn í dag hefur einkennst af fundarsetu. Svo sem ágætt að skella þessu á fáa daga og afgreiða mörg mál. Alltaf gott þegar mál eru í góðum farvegi.

Fyrsta fundinn sátum við í framkvæmdaráði HSSA með Daníel Imsland sem kynnti fyrir okku vinnu sína við að hanna logo fyrir stofnunina og skemmst er frá því að segja að við vorum mjög ánægðar með vinnuna hans. Hann var þarna með flott logo sem að unnið verður með. Svo það mál má teljast afgreitt.

Síðan hittum við Guðrún Júlía Ragnhildi Jóns frá Þekkingarneti Austurlands. En við erum í ákveðinni undirbúningsvinnu með henni varðandi fræðslumál. Það er líka í góðum farvegi.

Í hádeginu hitti ég félaga mína úr meirihlutanum í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd við fórum yfir fyrirliggjandi mál varðandi fund nefndarinnar sem var svo kl. 16.15 í dag. Með okkur sátu Stefán Ólafsson starfsmaður nefndarinnar og Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri.

Þá var síðasti fundur dagsins með öllum aðal- og  varamönnum sem gátu mætt á skóla-, íþrótta og tómstundanefndarfund auk starfsmanns, og annarra fulltrúa sem sitja sem fulltrúar hinna ýmsu hópa.

Fundurinn hófst á vettvangsheimsókn í Heppuskóla, íþróttahús og svæðið það í kring. Það var að mínu viti mjög gagnleg heimsókn sem mun nýtast vel í komandi hugmyndavinnu um endurbætur og uppbyggingu á svæðinu sem fara mun fram á vettvangi nefndarinnar í samráði við starfsfólk, foreldra og aðra hagsmunaaðila. 

Það var mikil dagskrá fyrirliggjandi fyrir fyrsta fund og mesta furða hvað vel gekk hjá okkur en fundinum lauk kl. 18:40. Vel af sér vikið það! Fundargerð mun birtast í fullri lengd á stjórnsýsluvef sveitarfélagsins.

Ekki fleiri fundir í dag enda nóg komið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ottó Marvin Gunnarsson

Já, þetta gékk hratt og örugglega fyrir sig, ekki það að hafi verið nóg um að ræða þarna.

Ottó Marvin Gunnarsson, 23.6.2010 kl. 23:22

2 identicon

Gott að geta fylgst með á síðunni þinni. Gangi ykkur vel.

Guðlaug Hestnes (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband