Jákvætt viðhorf!

Ég var rétt í þessu að lesa síðuna hans Sigurðar Erlingssonar  - Leiðin til árangurs á mbl.is Þetta er frábær síða með svo góðum punktum. Ég er ný farin að fylgjast með honum eftir að ég rambaði þar inn í gegnum facebook. Sá hann hjá henni Agnesi frænku sem er líka alveg yndisleg manneskja.

En þessi inngangur er nú orðinn frekar langur. Þar sem ég las nýjustu færsluna hans Sigurðar þá fór ég að spá í minn eigin hugsanagang og hvernig hann hefur þróast.

Fyrir u.þ.b. 12-14 árum tók ég mig markvisst á með það hvernig ég hugsaði. Það var allt ómögulegt, það var ekkert spennandi að gerast í mínu lífi að mér fannst og ég ómöguleg. Þá var mér bent á að þetta hugarfar héldi mér í neikvæðri orku og eintómum leiðindum. Að jákvæðar hugsanir og viðhorf virkuðu sem segull á jákvæða hluti. Mig langaði að flytja, þá sagði góð kona. Blessuð málaðu vegg, breyttu einhverju í litlu íbúðinni þinni ef þú ert sátt og sæl þá er aldrei að vita hvað gerist. Ég málaði einn lítinn vegg og keypti púða í sófann í stíl við vegginn. Alsæl og sátt, hlutirnir fóru að rúlla. Breytingar urðu í mínum húsnæðismálum.

Svo að ég fór að reyna að temja mér jákvæðan hugsanagang og það er svo miklu léttara en að sjá alltaf það ljóta og leiðinlega. Þetta er vinna, hörku vinna en ég man samt ekki hvenær þetta hætti að vera vinna og varð bara ósköp eðlilegur hlutur. 

Vandamálin eru ekki vesen heldur verkefni. Leitum lausna. Styrkjum það góða og skemmtilega. Þó að við höfum framtíðarsýn og markmið í lífinu þá meigum við ekki gleyma núinu. 

Njótum dagsins í dag. Ekki geyma öll gæðin til framtíðar því að við vitum ekki hve langan tíma við höfum. Það eru alltof margir vinir og skólafélagar sem eru farnir í ferðina löngu. 

Njótum dagsins í dag. Vinnum saman, tölum saman og sendum jákvæða strauma frá okkur öllum til heilla. Lestu bloggið hans Sigurðar það er gott :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið lifandis skelfing er ég sammála þér . Ég var einmitt í sama pakkanum, en með því að horfa á það jákvæða í kringum mig þá líður mér miklu betur og eins öllum í kringum mig.

Höldum í jákvæðnina í okkur og verum glöð. Það smitar út frá sér.

Kv. Arna Ósk

Arna Ósk (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband