21.6.2010 | 21:58
Góður dagur :-)
Að vanda var allt í öruggum höndum á hjúkrunardeildinni í morgun. Þær Íris og Halla höfðu staðið vaktina með einvala starfsfólki og allt gengið vel.
Verkefni dagsins var að ganga frá vinnuyfirlitum og klára vaktaskipulag fyrir eldhúsið fram á haust. Alltaf smá púsl í gangi yfir sumartímann en þá á ég hjúkrunarfræðingana bara eftir.
Það vantar á nokkrar vaktir um næstu helgi en annars erum við í ágætis málum að sinni.
Eftir hefðbundinn vinnudag tók við fyrsti bæjarráðsfundurinn minn. Þar lágu mörg mál fyrir til afgreiðslu. Svolítið sérstakt að sitja fund með fimm til sex körlum og einni konu, þar sem ég er vanari framkvæmdaráðsfundum HSSA þar sem við erum þrjár konurnar! En þeir eru bestu skinn svo að tilfinningin fyrir þessu samstarfi er bara góð.
Fundargerð bæjarráðs er væntanleg á stjórnsýsluvef sveitarfélagsins svo að ég ætla ekki að tíunda hér hvað var afgreitt og hvernig.
Hef þetta ekki lengra að sinni. Góðar stundir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.